
- Frábær bók hjá þér.
 - Fokk hvað þú ert með þetta.
 - Skemmtileg lesning, margt gott og umhugsunarvert.
 - Ég las hana í einum rykk og lagði bókina frá mér með gleði í hjarta. Gangi þér áfram vel á þinni góðu braut sem er jákvæð, eflandi og hugmyndarík.
 - Það var ánægjulegt að lesa bókina. Boðskapurinn er skýr og Gaui er ekkert að flækja málin.
 - Gaui er ekkert að sykurhúða hlutina og heldur ekki að fara í neinar málalengingar. Hans skilaboð eru að opna augun og hugann til að njóta hverrar stundar sem lífið býður upp á.
 - “Feel good” bók með fallegan boðskap sem á vel við í dag.
 - Tilvalin fyrir alla, ekki bara pabba.
 - Ég tengi við þessa bók.
 - Mjög skemmtilega skrifuð og góð. Tengi vel við kaflann um að einfalda lífið, er alveg þar sjálf.
 - Ekkert torf, heldur einföld lesning með skýrum skilaboðum.
 
Bókin er skrifuð af fjögurra barna föðurnum Guðjóni Svanssyni, sem áttaði sig á því þegar hann var orðinn þriggja barna faðir að hann var að fara á mis við það sem skipti hann mestu máli í lífinu.
Hann breytti um lífstíl, sagði upp vinnunni og fór í langt ferðalag með fjölskyldunni. Njóttu ferðalagsins er byggð upp á stuttum en hnitmiðuðum köflum. Hún byggir á reynslu höfundar af því að vera pabbi og sýn hans á föðurhlutverkið.
Bókina “Njóttu ferðalagsins” er hægt að kaupa með því að senda okkur pöntun á gudjon@njottuferdalagsins.is. Bókin kostar 2.900 kr og við sendum hana frítt um allt land.