Það styttist í að fræðsluferðalagið okkar klárist. Við erum búin að vera á ferðinni í rúma fjóra mánuði og læra heilmikið um langlífi og góða heilsu á “Blue Zone” ferðalaginu okkar.

Það er líka ýmislegt sem hefur komið okkur á óvart á ferðalaginu, bæði á jákvæðan hátt og minna jákvæðan.

Við erum farin að undirbúa það sem tekur við þegar við komum heim í sumar. Bókarskrif verða fyrirferðarmikil og við erum byrjuð að bóka fyrirlestra og vinnustofur sem við höfum verið að vinna í á ferðalaginu.

Það er búið að vera gefandi að vinna í þessu efni og við erum spennt að byrja að deila með ykkur því sem við höfum lært.

En, áður en við komum heim ætlum við að nota tímann vel hér á Sardiníu og kynna okkur vel hvað hefur stuðlað að löngu og góðu lífi hér á eyjuna í gegnum aldirnar.

Ciao!

Categories:

Tags: