Það eru ekki síst litlu hlutirnir í lífinu sem gefa því gildi. Sitja í sandinum, tímalaus, róta aðeins og skoða hverju síðasta flóð skilaði á land.

Það er búið að frábært að hafa litlu frænku (og mömmu hennar líka!) með okkur í Japanshluta “Lifum lengi – betur” ferðalagsins.

Hún elskar fjörurnar, gæti verið þar endalaust. Stingur okkur af á hlaupum, rúllar sér í sandinum og situr og dundar sér við að skoða það sem fjaran bíður upp á. Stóri frændi fylgist með henni og passar að hún lendi ekki í of hættulegum ævintýrum.

Einfalt líf.

Svona stundir gefa mikið, bæði á ferðalögum og í hinu daglega lífi.

Categories:

Tags: