Ráðgjöf og fræðsla

Við höfum mikla reynslu af því að láta góðar hugmyndir verða að veruleika. Sömuleiðis af því að byggja upp öflug teymi þar sem allir þátttakendur eiga hlutdeild, bera ábyrgð og vinna af krafti fyrir heildina.

Við vinnum með sveitarfélögum, fræðslumiðstöðvum, vinnustöðum, íþróttafélögum og einstaklingum.

Nokkur nýleg verkefni:

  • Öflug liðsheild. Uppbygging, hvatning, árangur – vinnustofur fyrir millistjórnendur hjá ISAVIA ANS
  • Öflug liðsheild – hreyfing og heilbrigðar áskoranir fyrir stjórnendur Mosfellsbæjar

Ekkert verkefni er of stórt fyrir okkur, ekkert of lítið, við skoðum allt sem hefur með ráðgjöf og fræðslu að gera.

Við erum með höfuðstöðvar okkar á höfuðborgarsvæðinu en höfum margra ára reynslu og ánægju af því að vinna á landsbyggðinni sem og erlendis og erum mjög sanngjörn þegar kemur að ferðakostnaði og uppihaldi í tengslum við vinnu og verkefni.

Nánari upplýsingar: Guðjón Svansson, 857 1169 / gudjon@njottuferdalagsins.is

Samstarfsaðilar

Um okkur

Hafðu samband