Njóttu ferðalagsins! Ráð til pabbans (mömmur mega lesa) er bók skrifuð fyrir nútímaforeldra.

Nokkur ummæli um bókina

“Frábær bók hjá þér. Fokk hvað þú ert með þetta”. Reynir Grétarsson, aðal eigandi Creditinfo Group

“Takk fyrir mig Guðjón. Skemmtileg lesning, margt gott og umhugsunarvert.” Bragi Baldursson, flugvélaverkfræðingur og 3ja barna faðir

“Ég las hana í einum rykk og lagði bókina frá mér með gleði í hjarta. Gangi þér áfram vel á þinni góðu braut sem er jákvæð, eflandi og hugmyndarík.” Sólveig Pálsdóttir, rithöfundur og þriggja barna móðir

“Það var ánægjulegt að lesa bókina. Hún er byggð upp á stuttum köflum en hnitmiðuðum. Boðskapurinn er skýr og Gaui er ekkert að flækja málin. Notar dæmi úr eigin lífi til að leggja áherslu á mál sitt. Gaui er ekkert að sykurhúða hlutina og heldur ekki að fara í neinar málalengingar. Hans skilaboð eru að opna augun og hugann til að njóta hverrar stundar sem lífið býður upp á. Það er hægt að sjá tækifæri í öllu uppákomum eða áföllum, eftir því hvernig þú metur aðstæður, og að sjálfsögðu að mála allt í allra dökkustu litum. Gaui velur að sjá tækifærin og hvetur okkur til að gera það líka. Sem sagt: “feel good bók með fallegan boðskap sem á vel við í dag”. Tilvalin fyrir alla, ekki bara pabba (almennt talað um pabba en ekki bara pabba minn :)). Ég tengi við þessa bók og þakka fyrir, eins og Gaui segir, að hafa tekið stökkið.” Ágúst Sæmundsson, stökkvari og 3ja barna faðir

“Þessi bók er mjög skemmtilega skrifuð og góð. Tengi vel við kaflann um að einfalda lífið, er alveg þar sjálf.” Guðrún Valdís Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og fjögurra barna móðir

“Ekkert torf, heldur einföld lesning með skýrum skilaboðum. Til hamingju Gaui. Til hamingju Ísland.” Gísli Héðinsson, ævintýramaður og þriggja barna faðir

Viltu kaupa bók? Það er einfalt. Þú millifærir einfaldlega 2.900 kr  á 0113-26-002109, kt.710102-2870 (IntCult ehf) og sendir tölvupóst á gudjon@njottuferdalagsins.is um afhendingu. Við keyrum bókina út á höfuðborgarsvæðinu og sendum í póstkröfu út á land.