Njóttu ferðalagsins – fyrirlestur

Fyrirlesturinn Njóttu ferðalagsins hefur verið sniðinn að ólíkum hópum svo sem fyrirtækjum, félagasamtökum, skólum, foreldrafélögum og íþróttafélögum.

Fyrirlesarinn, Guðjón Svansson, hefur haldið hvetjandi fyrirlestra í mörg ár út um allt land.

Ummæli um hvatningarfyrirlestra Guðjóns

“Einstaklega góður og fræðandi fyrirlestur og fersk sýn á lífið og tilveruna sem hreyfði við öllum.  Inntakið í erindinu er áhrifarík og þörf áminning um að staldra við og láta hversdagsamstrið og áreitið ekki ráða för.  Skemmtileg og fræðandi frásögn um hvernig Guðjón og fjölskylda hans hafa hagað lífi sínu í samræmi við þessa lífsýn og látið draumana rætast, kryddaði fyrirlesturinn og gaf honum aukið vægi.   Fyrirlesturinn hitti vel í mark og vakti svo sannarlega fólk til umhugsunar.”
Sigþór U. Hallfreðsson formaður Blindrafélagsins.

“Guðjón var fyrirlesari hjá okkur á degi prents og miðlunar. Boðskapur hans að njóta hvers dags á einkar vel við á okkar tímum. Honum tókst mjög vel að ná til blandaðs hóps áheyrenda með sitt erindi. Ég gef honum mín bestu meðmæli.” Ingi Rafn Ólafsson, sviðsstjóri prent- og miðlunarsviðs IÐUNNAR fræðsluseturs

“Hversu mikil snilld er það að vera með úti-fyrirlestur á svona degi? Gudjon Svansson sló í gegn í dag og erum við honum virkilega þakklát fyrir að benda okkur á eitt og annað gagnlegt til að einfalda líf okkar, verða besta útgáfan af sjálfum okkur og umfram allt að NJÓTA FERÐALAGSINS!” Heilsueflandi samfélag Mosfellsbæ

“Langaði að þakka þér fyrir magnaðan fyrirlestur. Frábærir punktar sem voru umtalsefni okkar Ragga þegar við fórum í pottinn í gærkvöldi”. Anna Ólöf Sveinbjarnardóttir, höfundur bókarinnar Heilsudagbókin mín

“Takk fyrir frábæran fyrirlestur, Njóttu ferðalagsins, skemmtileg tenging hjá þér. Ég hef frá því í gær verið að máta mig inn í þessar pælingar og er enn að því.” Ólafur Kr. Guðmundsson, þjónustustjóri Hyundai/BL ehf

“Fyrirlestur Guðjóns Njóttu ferðalagsins á við alla konur og karla á hvaða aldri eða stað fólk er í lífinu. Guðjón kom með virkilega áhugaverðar umræður um efni sem við erum öll að lifa og hrærast í alla daga. Hans sýn á lífið er aðdáunarverð og hann lætur hlustandann upplifa  hversu einfalt og sjálfsagt það er að láta draumana rætast. Guðjón hreyfði við fólki og plantaði nokkrum góðum hugmyndum inn í góðan og heilbrigðan lífsstíl. Guðjón er sannarlega kominn í pottinn hjá mér sem einn af flottum fyrirmyndum mínum.” Birna Kristín Jónsdóttir, fræðslufulltrúi Seðlabanka Íslands.

“Fólk var ánægt með Guðjón, fannst hann vera ferskur og skemmtilegur og koma efninu vel til skila.” Erna Agnarsdóttir, mannauðsstjóri 

“Virkilega skemmtilegur og áhugaverður fyrirlestur Guðjóns sló algerlega í gegn. Guðjón er mikill ævintýramaður, það var mjög gaman að upplifa í gegnum frásögn hans hversu auðvelt það er í raun að láta drauminn verða að veruleika og láta ekkert stoppa sig í lífinu.” Marín Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri 

„Mér fannst Guðjón gera þetta mjög skemmtilega auk þess var þetta mér innblástur til að stækka þægindahringinn.  Ég er þegar farin að hugsa nýjar leiðir. Takk fyrir þetta og gangi ykkur vel í næstu álfaferð!” Bryndís S. Guðmundsdóttir, foreldri 

„Virkilega góður og áhugaverður fyrirlestur hjá þér. Það er ljóst að þú og þið hjónin eruð fyrirmyndir margra og innblástur í líf þeirra með ykkar kjarki, dugnaði og lífsýn.” Elín María Björnsdóttir, framkvæmdastjóri 

„Saga Guðjóns hreyfði svo sannarlega við mér og gaf mér endanlega kjarkinn til að stökkva út í eigin rekstur. Með fyrirlestri sínum um ævintýri fjölskyldunnar sýndi Guðjón mér fram á að með vel ígrundaðri U-beygju í lífinu er hægt að láta draumana rætast og vel það.” Ragnheiður Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri 

„Erindi Guðjóns var alveg frábært, vel uppsett og markvisst en jafnframt mjög skemmtilegt og lifandi. Hann sýndi fram á hvernig hægt er að láta draumana rætast hvort heldur er um persónulega drauma eða framtíðardrauma fyrir atvinnurekstur. Aðalmálið er að undirbúa hlutina vel og Guðjón sýndi hvernig hægt er að gera það á skemmtilegan en markvissan hátt.” Þórdís G. Arthúrsdóttir, verkefnastjóri

„Góður og vel framsettur fyrirlestur.” Guðmundur Helgi Gunnarsson, Lionsklúbbnum Fjörgyn

Sendu línu á gudjon@njottuferdalagsins.is eða hringdu í 857 1169 til að panta fyrirlestur og/eða fá nánari upplýsingar um verð og fyrirkomulag.