Lifðu! 8 leiðir að bættri heilsu og aukinni hamingju er glæný bók skrifuð af Guðjóni Svanssyni og Völu Mörk. Þau fóru í fimm mánaða ferðalag um bláu svæði heimsins (Blue Zones) ásamt tveimur yngstu sonum sínum á fyrri hluta síðasta árs til að fræðast um hvað stuðlar helst að langlífi og góðri heilsu á svæðunum.

Í bókinni segja þau frá því sem þau lærðu í ferðinni og því sem skiptir mestu máli þegar góð heilsa og hamingja eru annars vegar.

Ég naut þess virkilega að lesa bókina sem er í senn fróðleg, aðgengileg og hvetjandi. Persónuleg nálgun bókarinnar gerir hana öðruvísi og skemmtilega. Mæli með bókinni fyrir alla áhugasama um bætta heilsu og aukna hamingju. Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir

Millifærsluupplýsingar: kt.710102-2870, 0113-26-002109 (IntCult ehf.). 4.900 kr. Kvittun með nafni og heimilisfangi sendis á gudjon@njottuferdalagsins.is

Við keyrum/sendum bókina heim, en einnig er hægt að sækja hana til okkar í Mosfellsbæinn ef það hentar betur. Sendu endilega skilaboð á gudjon@njottuferdalagsins.is ef þú vilt sækja þitt eintak.

Bókin fæst einnig í verslunum Pennans Eymundsson um land allt.

Takk fyrir okkur!