Góðir ferðafélagar!

Eftir tvo mánuði í Norður og Mið – Ameríku erum við nú komin til Asíu. Fórum á þremur sólarhringum frá rólegum strandbæ í Kosta Ríka til stórborgarinnar Tókýó með viðkomu í San Jose, Guatemala og Los Angeles. Hressandi ferðalag – það er um 15 klukkutíma tímamunur milli Kosta Ríka og Japans…

Eitt af því sem einkennir alla langlífisstaðina sem við erum að sækja heim er að fjölskyldan er í lykilhlutverki. Ekki bara kjarnafjölskyldan, heldur líka systkyni, foreldrar, ömmur, afar, frændur og frænkur.

Það var því aldeilis viðeigandi að fá Höbbu systir og dóttir hennar Ylfu í heimsókn til okkar til Japans. Þær ætla að vera samferða okkur í nokkrar vikur, fara með okkur til Okinawa.

Það er frábært að fá félagsskap og við hlökkum mikið til samverunnar með þeim næstu daga. Uppgötva saman leyndardóma langlífis á Okinawa.

Bók og fyrirlestur í forsölu

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *