Digna frænka

Við hittum Dignu frænku (Tia Digna) í síðustu viku í Quebrada Honda, þorpi á stærð við Drangsnes, á Nicoyaskaganum í Kosta Ríka. Digna frænka er 96 ára og var ljónhress. Með glampa í augum og öfluga greip, fundum það þegar við kvöddum hana.

Hún söng fyrir okkur lag frá því hún var í barnaskóla, hvatning til nemenda til að ganga eða hlaupa í skólann. Þetta er um það bil 90 ára gamalt lag, hugsanlega eldra. Hvetjandi og jákvæður texti.

Digna sefur 8 tíma á hverri nóttu, borðar 2-3 máltíðir á dag (hrísgrjón, baunir, tortillur, ávexti og ost). Þetta er ekki stórir skammtar og minnsta máltíðin er á kvöldin. Fær sér kaffi á morgnana og situr í stólnum sínum og spjallar við gesti og gangandi. Hún er í góðum tengslum við fjölskylduna og fer í kirkju alla laugardaga.

Við erum að rannsaka langlífi og góða heilsu. Heimsóknin til Dignu frænku var hluti af rannsóknarverkefninu. Eftir tæpa viku förum við héðan frá Kosta Ríka, verðum þá búin að dvelja á tveimur rannsóknarstöðum af fimm. Þetta er gefandi ævintýri og við erum spennt að kynna niðurstöður okkar fyrir Íslendingum haustið 2019.

Njótum ferðalagsins!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *