Vertu í góðum félagsskap

Við veljum hverja við umgöngumst mest og okkur líður best þegar við erum með fólki sem hefur svipuð gildi og við sjálf.

Um helgina fór ég í æfingaferð á Strandir með samstilltum og skemmtilegum hópi fólks. Við gerðum margt á þeim rúmum tveimur sólarhringum sem ferðin tók. Ótrúlega margt þegar maður rifjar það upp. Tókum margar ólíkar æfingar, leystum ýmsar þrautir, kepptum í hinu og þessu, slökuðum á í kaldri/heitri laug og orkugefandi náttúrupotti, ræddum málin í setustofunni, borðuðum góðan mat og hlógum mikið.

Ég kom heim í gær, líkaminn þægilega þreyttur eftir allt spriklið og hausinn endurnærður og úthvíldur eftir samveru með frábæru fólki.

Njótum ferðalagsins!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *