Þegar maður er búinn að ákveða hvað maður vill læra er næsta skref að festa tíma í sjálfsnámið. Hvenær akkúrat maður ætlar að sinna því.

Wim Hof aðferðafræðin er eitt af því sem ég ætla að læra og prófa á sjálfum mér í haust. Ég hef tvisvar áður byrjað á 10-vikna Wim Hof námskeiði á netinu, en ekki náð að klára. Af hverju ekki? Góð spurning sem ég á ekkert einfalt svar við annað en að manni tekst ekki alltaf allt í fyrstu tilraun – eða annarri…

Nú er komið að þeirri þriðju og nú mun ég klára verkefnið.

Leiðin: Vakna snemma eftir góðan nætursvefn (fer snemma að sofa), tek morgungönguna mína og fer svo beint í Wim Hof æfingarnar. Þær snúast um öndun, teygjur/liðleika/æfingar, hugleiðslu og kulda (kaldar sturtur til að byrja með).

Dagur eitt í viku eitt af tíu í dag. Frábær byrjun á degi og ég hlakka til næstu morgna!

Categories:

Tags: