Haustið er tíminn til þess að læra. Sama hvort það er mikið að gera í lífinu eða ekki, það er alltaf hægt að finna tíma til að læra og bæta sig.

Ég notaði sumarið til að meta og melta hvað mig langaði að læra betur í haust. Fyrir sjálfan mig. Síðan hef ég verið að skipuleggja hvernig ég ætla að læra þessa hluti. Hvað oft í viku, hvenær dags og svo framvegis. Sumt tengist vinnu, annað ekki, en sameiginlegt með öllu er að ég hlakka til þess að kafa dýpra og læra meira.

Ég hef verið að stúdera áður allt sem ég ætla að læra betur í haust, en ég ætla núna að núllstilla mig. Haustið er góður tími í það. Fara í 101, grunninn og vinna mig svo áfram, skref fyrir skref. Grunnurinn er mikilvægastur af öllu, í öllu. Það skiptir ekki máli hvað viðfangsefnið er, maður verður að vera með grunninn á hreinu til þess að komast lengra.

Viðfangsefni haustsins:

Sjálfsnám. 7-30 mínútur á dag í hverju viðfangsefni. Markmiðin felast í því að gera eitthvað á hverjum degi. Vita meira í dag en í gær. Byrja á grunninum og byggja svo ofan á hann.

Njótum ferðalagsins.

Categories:

Tags: