Það er mikilvægt að geta tekist yfirvegað á við óvæntar aðstæður. Hvort sem það er seinkun á flugi, óplönuð ólétta eða spennandi atvinnutækifæri sem þarf að svara strax. Lykillinn í öllum óvæntum aðstæðum er að kaupa sér smá tíma áður en maður bregst við. Róa hugann, til dæmis með því að telja upp á 10 í hljóði. Draga djúpt andann nokkrum sinnum áður en maður veltir fyrir sér möguleikunum í stöðunni. Spá svo í hvaða máli það skipti þótt fluginu seinki aðeins og hvernig maður tækli málið ef seinkunin skiptir virkilega máli.

Það er alltaf einhver leið.  Yfirleitt nokkrar og maður þarf að vera yfirvegaður til að finna bestu lausnina.

Það versta í stöðunni er að missa sig, tapa stjórninni og detta í ands…, djöz…. gírinn. Í þeim gír er maður ekki fær um að taka góðar ákvarðanir og er líkegur til að segja hluti sem maður gæti séð eftir.

Ég er ekki heimsmeistari í að bregðast yfirvegað við óvæntum aðstæðum, en ég er orðinn betri en ég var og fer, vil ég meina, batnandi með því að hugsa þetta meðvitað og gera það að mínu markmiði að halda ró minni þegar aðstæður bjóða upp á annað.

Categories:

Tags: