Að brjóta upp rútínu

Góð rútína er gefandi, en um leið er hollt og eflandi að þora að stíga út úr rútínunni og gera hluti sem maður hefur ekki gert áður. Helst þannig að maður sé hálfsmeykur og þurfi að berjast aðeins við – og sigra – varkára púkann á öxlinni sem hatar allt sem er óþekkt og öðruvísi.

Ég er seinna í ágúst að fara að gera eitthvað sem ég hef ekki gert áður og er nett stressaður yfir, verð ég að viðurkenna. En um leið er ég spenntur og hlakka til.

Útifyrirlestur er það sem málið snýst um í þetta skiptið. Í brekkunni fyrir neðan húsið mitt. Hluti af bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, þannig að það hlýtur að vera viðeigandi að vera með fyrirlestur í túninu heima hjá sér!

Þér er boðið 🙂

ps. spurning að taka 1-2 upphífingar eftir fyrirlesturinn?

22. ágúst – „Njóttu ferðalagsins“ í Dælustöðvarbrekkunni

Þriðjudagur kl. 18.00
Heilsuvin og Heilsueflandi samfélag bjóða Mosfellinga velkomna í Dælustöðvarbrekkuna við Dælustöðvarveg. Þar mun Guðjón Svansson fræða okkur um hvernig við getum einfaldað og elskað lífið í öllum sínum fjölbreytileika og lagt okkur fram um að njóta ferðalagsins. Gott er að klæða sig eftir veðri en fyrirlesturinn verður fluttur inn í æfingasal Kettlebells við Engjaveg 12 ef þarf. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *