Rútína

Góð rútína er jafn gefandi og vond rútína er slítandi.

Það getur verið erfitt að losa sig úr vondri rútínu en það er algjörlega erfiðisins virði.

Eitt það góða við að koma heim eftir frí og ferðalög er að það gefur manni gott tækifæri til að koma sér upp góðri rútínu. Kveðja slæma rútínu og heilsa nýrri.

Morgunrútínur eru í uppáhaldi hjá mér. Ég er að koma mér upp rútínu þessa dagana. Ég byrja á morgungöngu í skóginum, tek svo öndunaræfingar heima og geri teygjur/liðleikaæfingar af ýmsum toga. Fer síðan í kalda sturtu, geri mér kaffi og tek nokkrar mínútur í DuoLingo – er þar enn að vinna með spænskuna. Þetta tekur allt saman tæpan klukkutíma. Minn tími.

Fyrir mig er þetta frábær byrjun á degi og ég ætla leggja rækt við þessa rútínu þangað til hún er komin svo djúpt inn í kerfið að ég fer að gera hana nánast ómeðvitað, svona eins og að bursta tennurnar á morgnana.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *