Ferðalög og jarðtenging

Ég er búinn ferðast á marga góða staði í ár. Oftast með einhverjum eða öllum úr fjölskyldunni en stundum einn.

Snögg upprifjun segir mér að ég hafi í ár heimsótt  Tæland, Laós, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Bahrein, Katar, Kaupmannahöfn, Höfn í Hornafirði, Kirkjubæjarklaustur, Vík í Mýrdal, Hellu, Hvolsvöll, Þorlákshöfn, Selfoss, Hveragerði, Hellissand, Grundarfjörð, Ólafsvík, Hellnar, Rif, Borgarnes, Ísafjörð, Bolungarvík, Akureyri, Laugarvatn, Þingvelli, Laugar í Sælingsdal, Búðardal og Bjarnarfjörð á Ströndum. Já og Spán, gleymdi því snöggvast að við vorum á Costa Blanca ströndinni í sumar. Og ég er alveg örugglega að gleyma nokkrum öðrum góðum stöðum. Enda er það ekki aðalatriðið.

Aðalatriðið er að mér finnst gaman að ferðast. Alveg ótrúlega gaman. Bæði að koma á nýja staði og upplifa eitthvað nýtt og að koma aftur á staði sem ég þekki vel. Rifja upp góðar minningar og kynnast þeim betur.

En svo er líka alltaf gott að koma heim. Heim í jarðtenginguna 🙂

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *