Að njóta ferðalagsins – núna

Ég er að njóta ferðalagsins í fríi með fjölskyldunni. Mamma bauð börnunum sínum og þeirra börnum í vikufrí til Spánar til að fagna 70 ára afmæli sínu. Sjötugsafmælið er reyndar á næsta ári en henni fannst ómögulegt að bíða eftir því, hugmyndin var komin og hún vildi kýla á hana. Algerlega til fyrirmyndar. Af hverju að bíða?

Það er búið að vera frábært að vera svona mikið með fólkinu sínu. Vera í núinu. Njóta þess einfalda. Samveran er það sem skiptir mestu máli.

Þetta hefur liðið hratt og þessi góða ferð er að klárast. Hluti hópsins er á leið heim til Íslands, hluti heim til Danmerkur, hluti verður áfram á Spáni – að taka þátt í alþjóðlegu fótboltamóti.

Takk fyrir mig!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *