Eitt það besta sem við konan mín höfum gert um ævina er að vera algerlega sjálfstæð og engum háð með æfingastöðina okkar, Kettlebells Iceland. Við höfum samanburðinn. Við höfum verið öðrum háð. Borgað leigu sem hefur verið hækkuð mjög bratt. Þurft að breyta tímasetningum vegna annarrar starfsemi. Þurft að hætta með æfingar hreinlega.

Í dag ráðum við því alveg sjálf hvaða daga æfingar erum. Hvenær dags. Hvað þær eru langar. Hvernig þær eru uppbyggðar. Hvernig tónlist er spiluð. Hvort við æfum úti eða inni. Og svo framvegis. Allt í góðu samspili með þeim sem æfa hjá okkur. Þeim snilldarhópi! Og í samráði við þá traustu þjálfara sem vinna með okkur.

Útiæfing á Engjavegi

Frelsið er yndislegt 🙂

Njótum ferðalagsins,

Gaui

Categories:

Tags:

3 Responses

  1. Tek undir með Söndru Rós. Er þakklát að vera hluti af þessum hópi ykkar. Og mikið hlakka ég til að geta leikið mér úti með ykkur <3

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Lifum lengi – betur

Við lögðum af stað þann 9. janúar 2019 í fimm mánaða rannsóknarleiðangur um heiminn til þess að afla okkur þekkingar um langlífi og heilsuhreysti. Haustið 2019 ætlum við að gefa út bók og halda fyrirlestra víða um Ísland og að segja frá því sem við höfum komist að.

https://www.karolinafund.com/project/view/2247