Ég byrja tvo morgna í viku á því að þjálfa. Vakna þá kl. 5.45 og fer út með hópinn minn kl. 6.15. Við erum alltaf á ferðinni, löbbum, joggum, sprettum, tökum fram- og afturstigsgöngu, hlébarðagöngu, spidermangöngu, skríðum undir þétt grenitré, hoppum, stökkvum, notum tröppur, gras, hitaveitastokka, veggi, kletta og hvað sem fyrir okkur verður til þess að gera styrkjandi og liðkandi æfingar fyrir allan líkamann.

Mér finnst þetta stórkostlega gaman og er virkilega þakklátur fyrir að fólk mæti svona snemma á morgnana til að æfa. Byrji daginn í góðum félagsskap, á góðri hreyfingu, úti í náttúrunni, sama hvernig viðrar.

Hugsanlega besta mögulega byrjun á degi.

Og það er hægt að þjálfa sig upp í að verða morgunmanneskja. Venja sig á það. Ég gerði það sjálfur. Var kvöldhrafn, fór seint að sofa, hékk yfir hinu og þessu og vaknaði þreyttur. Gat ekki hugsað mér að tala, hvað þá að hreyfa mig á snemma á morgnana. En svo datt í inn í að þjálfa fólk á morgnana. Fannst það erfitt fyrst, en hafði enga undankomuleið og þegar ég hafði gert þetta í einhvern tíma fór ég ósjálfrátt að breyta öðru í lífinu til að verða ferskari á morgnana. Hætti kvöldhangsi, fór að sofa betur, vaknaði ferskari, byrja dagana betur. Nú er þetta fastofið inn í kerfið og ég hlakka til æfingamorgnana þegar ég fer að sofa á kvöldin

Njótum ferðalagsins!

Gaui

 

 

 

Categories:

Tags:

2 Responses

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Lifum lengi – betur

Við lögðum af stað þann 9. janúar 2019 í fimm mánaða rannsóknarleiðangur um heiminn til þess að afla okkur þekkingar um langlífi og heilsuhreysti. Haustið 2019 ætlum við að gefa út bók og halda fyrirlestra víða um Ísland og að segja frá því sem við höfum komist að.

https://www.karolinafund.com/project/view/2247