Um okkur

Guðjón Svansson er aðalráðgjafi Njóttu ferðalagsins. Hann er með mastersgráðu í samskiptum milli ólíkra menningarheima frá Syddansk Universitet, diplómagráðu í markaðs- og útflutningsfræði og miniMBA í Menningu, hvatningu og samskiptum.

Guðjón hefur unnið að fjölmörgum ráðgjafa-, fræðslu- og samstarfsverkefnum í gegnum tíðina, bæði innanlands og erlendis. Hann stýrði fræðslusviði og viðskiptanefndarsviði hjá Útflutningsráði (Íslandsstofu), sá um skipulag og þjálfun á neyðarvarnarsviði Rauða krossins og sinnti mannauðstengdri ráðgjöf og fræðslu hjá Hagvangi. Guðjón kenndi alþjóðaviðskiptasamskipti við Háskólann á Bifröst og hefur þjálfað einstaklinga, hópa og lið í mörg ár.

Hann hefur skrifað tvær bækur, Njóttu ferðalagsins og Lifðu, fjölmarga heilsutengda pistla og haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða byggt á viðfangsefnum bókanna. Hann hefur verið virkur sjálfboðaliði allt sitt líf, aðallega í tengslum við íþróttir. Guðjón á og rekur æfingaklúbbinn Kettlebells Iceland með eiginkonu sinni, Völu Mörk. Hann er mikill fjölskyldumaður og hefur lagt áherslu á í mörg ár að samtvinna fjölskyldulíf, vinnu og áhugamál.

Hafðu samband: gudjon@njottuferdalagsins.is / 857 1169