Sjálfbær hreyfing

Vilt þú taka þátt í gera heiminn betri? Við erum að undirbúa stórt alþjóðlegt samstarfsverkefni sem snýst um hreyfingu, samkennd og samveru.

Sjálfbærni er lykilhugtak í verkefninu – hreyfingin verður þátttakendum að kostnaðarlausu og mun fara fram utanhúss. Engin tæki eða tól munu koma við sögu, bara náttúran og umhverfið.

Markmiðið er að heilsuefla einstaklinga, hópa og samfélög á einfaldan, ódýran og sjálfbæran hátt og stuðla þar með að heilbrigðu langlífi og vellíðan.

Ert þú mögulegur samstarfs- eða styrktaraðili? Eða veistu um einhverja áhugasama? Endilega vertu í sambandi við Guðjón Svansson, gudjon@njottuferdalagsins.is / 857 1169