Brákarhlíð 2023
Unnið fyrir Hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi. Guðjón Svansson ráðgjafi vann verkefnið fyrir hönd Símenntunar á Vesturlandi eftir að Símenntun, Brákarhlíð, Sjúkraliðafélag Íslands og Sveitamennt höfðu gengið frá samningi um það. Verkefnið snérist um að greina fræðsluþarfir Brákarhlíðar og útbúa fræðsluáætlun sem byggði á því markmiði stjórnenda að gera fræðslu að óaðskiljanlegum hluta af vinnustaðamenningu Brákarhlíðar.
Takk sömuleiðis fyrir frábæra samvinnu! Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og lærdómsríkt ferli og við erum rétt að byrja (Inga Dóra Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Brákarhlíðar).
Takk Guðjón fyrir góða greinargerð og kynningarefni vegna verkefnisins hjá Brákarhlíð.
Mér lýst afar vel á þetta allt saman (Kristín Njálsdóttir, Framkvæmdastjóri Sveitamenntar).
mér líst vel á og hef einmitt lagt til að þetta verkefið verði jafnvel til umfjöllunar í blaði félagsins. Hlakka til að fylgjast með framvindu þesS (Ragnhildur B. Bolladóttir, verkefnastjóri fræðslumála Sjúkraliðafélags íslands).
Sæll Guðjón og takk fyrir upplýsingarnar. Ég er mjög spennt fyrir þessu verkefni (Guðrún Vala Elísdóttir, Framkvæmdastjóri Símenntunar á vesturlandi).
Ráðgjafi okkar, Guðjón Svansson, tekur að sér að greina fræðsluþörf í fyrirtækjum og stofnunum og útbúa markvissa fræðslu- og símenntunaráætlun fyrir vinnustaðinn. Greiningin og fræðsluáætlunin er unnin í nánu samstarfi við stjórnendur og starfsmenn viðkomandi vinnustaðar.
“Fræðslustjóri að láni” er samvinnuverkefni starfsmenntasjóða sem standa að Áttinni. Sjóðirnir greiða fyrir vinnu ráðgjafans að ákveðnum grunnskilyrðum uppfylltum.
Guðjón hefur unnið að fjölmörgum ráðgjafa-, fræðslu- og samstarfsverkefnum í gegnum tíðina, bæði innanlands og erlendis. Hann stýrði fræðslusviði og viðskiptanefndarsviði hjá Útflutningsráði (Íslandsstofu), sá um skipulag og þjálfun á neyðarvarnarsviði Rauða krossins og sinnti mannauðstengdri ráðgjöf og fræðslu hjá Hagvangi. Guðjón kenndi alþjóðaviðskiptasamskipti við Háskólann á Bifröst og hefur þjálfað einstaklinga, hópa og lið í mörg ár.
Hafðu samband við Guðjón, gudjon@njottuferdalagsins.is / 857 1169, til að fá nánari upplýsingar um “Fræðslustjóra að láni” og hvernig þú getur á einfaldan hátt sótt um að fá hann til þess að lyfta fræðslumálum á þínum vinnustað á næsta stig.
